Opnun tækjasala og heimild til að hefja hópæfingar í sundi
Starfsemi sjúkraþjálfara er óðum að færast í eðlilegt horf
Starfsemi sjúkraþjálfara er óðum að færast í eðlilegt horf
Mánudaginn 25. maí nk. verður heimilt að opna heilsurækt, þar með talið tækjasali sjúkraþjálfara fyrir almenning, og heimilt að hefja hópþjálfun á sundstöðum.
Við fögnum þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni við þennan vágest sem herjar á heiminn og bendum á þær leiðbeiningar sem gefnar hafa verið út af Landlæknisembættinu. Brýnt er að sjúkraþjálfarar fari vel yfir þær og taki mið af þeim í sinni starfsemi.
Leiðbeiningar fyrir heilsuræktarstöðvar: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item41627/Lei%C3%B0beiningar%20fyrir_heilsur%C3%A6ktarst%C3%B6%C3%B0var-20.05.2020.pdf
Leiðbeiningar fyrir sundstaði: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item41458/Lei%C3%B0beiningar%20fyrir%20sundlaugar%2013.05.2020.pdf
Gangi okkur öllum vel – við erum öll almannavarnir
Unnur Pétursdóttir
Formaður FS