Physiopedia - uppspretta þekkingar fyrir sjúkraþjálfara

www.physio-pedia.com

27.4.2020

Á heimasíðu Physiopedia má nálgast ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir sjúkraþjálfara

Heimasíðan Physiopedia (www.physio-pedia.com) er NGO (Non Profit Organisation) og rekin sem slík. Yfirlýst markmið síðunnar er að safna saman gagnreyndri þekkingu á sviði sjúkraþjálfunar og gera hana aðgengilega fyrir alla sjúkraþjálfara án endurgjalds. Síðan er stöðugt í vinnslu og endurskoðun sem gerir hana að lifandi gagnagrunni og bókasafni. 

Physiopedia býður einnig upp á ókeypis fræðslu og reynir að halda að minnsta kosti einn ókeypis netfyrirlestur á ári hverju. Nánari upplýsingar um síðuna sjálfa má nálgast hér: 

https://www.physio-pedia.com/Physiopedia:About

Ekki er hægt að nefna Physiopedia án þess að minnast á systursíðuna Physioplus (www.members.physio-pedia.com). Með því að stofna prufuaðgang má nálgast þrjá kúrsa: um Kórónavírusinn, inngang að endurhæfingu eftir slit á fremra krossbandi (ACL) og innangskúrs um öxlina.

Með því að kaupa aðgang að síðunni má nálgast ógrynnin öll af kúrsum um gagnast sjúkraþjálfurum á breiðu sviði. Nánari upplýsingar um kúrsa má nálgast hér:

https://members.physio-pedia.com/learn/

Við hvetjum alla sjúkraþjálfara til að skoða þá möguleika sem þessar síður hafa upp á að bjóða og kanna hvort þar megi finna efni sem hentar.