Rafmagnsfræði - verkefni unnin af nemum í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands

Félag sjúkraþjálfara og námsbraut í sjúkraþjálfun hafa nú birt greinalista og myndbönd unnin af nemum í sjúkraþjálfun á innri vef félagsins

19.6.2020

Félag sjúkraþjálfara og námsbraut í sjúkraþjálfun hafa nú birt greinalista og myndbönd unnin af nemum í sjúkraþjálfun á innri vef félagsins

Nemar í sjúkraþjálfun unnu verkefni í Rafmagnsfræði sem Félag sjúkraþjálfara hefur ákveðið að birta hér á innri vefnum í samstarfi við Námsbraut í sjúkraþjálfun. Flytjendur gáfu leyfi sitt til að birta verkefnið og þurftu öll verkefnin að standast ákveðnar gæðakröfur settar fram af kennara námskeiðsins, Dr. Abby Snook.

Þegar félagsmenn skrá sig á innri vef heimasíðunnar kemur upp ný síða í yfirlitsstikunni sem ber heitið "Fræðsluefni"
Undir þeirri grein má finna yfirlitsskjöl og ítarlegri upplýsingar um verkefnin sjálf, ásamt hlekkjum á myndbönd nema sem flytja allt að 5 mínútna kynningar á samþykktum nýlegum fræðigreinum. 
Við hvetjum alla sjúkraþjálfara til að glugga í fræðsluefnið og við færum nemum í sjúkraþjálfun okkar bestu þakkir fyrir að gefa okkur leyfi til að birta kynningarnar.