Rekstraraðilaskrá birt á heimasíðu Embættis landlæknis

Í lögum um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007 er landlækni veitt heimild til að birta upplýsingar úr skrá yfir rekstraaðila í heilbrigðisþjónustu.

24.1.2024

Markmið slíkrar birtingar er að tryggja gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu.

Vekjum hér með aftur athygli á rekstraraðilaskrá á heimasíðu Embættis Landlæknis.

Í skránni sem nú er aðgengileg á heimasíðu embættisins eru upplýsingar um sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk, fyrirtæki og stofnanir í heilbrigðisþjónustu, samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu og reglugerð um eftirlit landlæknis með rekstri heilbrigðisþjónustu og faglegar lágmarkskröfur. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vef Embættis landlæknis.