Ritnefndarspjall – í tilefni útkomu Sjúkraþjálfarans - 1. tbl 2017

Ritstjórn Sjúkraþjálfarans þetta árið er í höndum sjúkraþjálfara á Reykjalundi

14.2.2017

Ritstjórn Sjúkraþjálfarans þetta árið er í höndum sjúkraþjálfara á Reykjalundi

Gleðilegt ár kæru kollegar og gleðilegan Dag sjúkraþjálfunar.

Ritnefnd Sjúkraþjálfarans 2017 er skipuð sjúkraþjálfurum starfandi á Reykjalundi. Við þökkum forverum okkar í ritnefnd vel unnin störf.  Þegar Unnur Pétursdóttir, formaður FS hringir og biður um eitthvað, er ekkert svo auðhlaupið frá þeim óskum. Blaðið skyldi koma út fyrir Dag sjúkraþjálfunar sem er  með fyrri skipum þetta árið og nokkur tímapressa á ritnefndarmeðlimum. 

Forsída-1-tblEfnistök teljum við í  áhugaverðari kantinum í fyrra tölublaði ársins. Við ákváðum að fara vítt yfir sviðið og fengum jákvæð viðbrögð hjá öllum sem leitað var til og eins voru nokkrir sem vildu koma efni að.  Þökkum við kærlega fyrir þeirra framlag.

Í blaðinu verður tæpt (það telst kannski vægt til orða tekið) á ýmsu, m.a. textaháls, streitu, teipingum, EM í knattspyrnu, ICF, hreyfiseðli, ACT meðferð, starfsendurhæfingu, fjarmeðferð, listsjúkraþjálfun, NICE leiðbeiningum, mataræði, heimasíðum og félagslífi sjúkraþjálfunardeildar Reykjalundar og ein nýjung, latnesk-íslenska sjúkraþjálfarakrossgátan, lítur dagsins ljós.  Þegar er búið að skipuleggja næsta tölublað. Þar stefnum við amk að einni ritrýndri grein. Þeir sem vilja koma efni að í haustblaðið, endilega verið í sambandi við kollega ykkar á Reykjalundi sem fyrst. 

Eigið fróðlegan og skemmtilegan Dag sjúkraþjálfunar 2017 og auðvitað yndislestur í Sjúkraþjálfaranum. 

Ritnefnd Sjúkraþjálfarans 2017
Sjúkraþjálfarar á Reykjalundi