Samkomulag um breytingu og uppfærslu á kjarasamningi SA og nokkurra aðildarfélaga BHM
Inn koma ný ákvæði um styttingu vinnutíma
Félag sjúkraþjálfara var eitt þeirra aðildarfélaga BHM sem undirrituðu samkomulag um breytingu og uppfærslu á kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins (SA)
Samkomulag var gert um breytingu á kjarasamningi SA og nokkurra aðildarfélaga BHM fyrr í dag. Með breytingunni eru vinnutímaákvæði kjarasamningsins aðlöguð að vinnutímaákvæðum kjarasamninga skrifstofufólks á almennum vinnumarkaði en í framkvæmd hefur dagvinnutími víða verið samræmdur milli þeirra starfsmanna sem starfa eftir kjarasamningi þessum og þeirra sem starfa eftir kjarasamningum skrifstofufólks.
Nánari útlistun á innihaldi þessarar breytingar má nálgast undir flipunum "Kjaramál - kjarasamningar launþega - Samtök atvinnulífsins" hér efst á síðunni
Einnig má nálgast frétt á ytri vef BHM um málið