Samskiptaleið á milli Gagna og Sögukerfisins

Fréttatilkynning frá Gagna-nefndinni

24.9.2021

Fréttatilkynning frá Gagna-nefndinni

Á vormánuðum var búið að útfæra samskiptaleið milli Gagna og Sögukerfisins.
Þessi lausn snýst um að læknar og /eða sjúkraþjálfarar í heilsugæslu geta
sent rafrænar sjúkraþjálfunarbeiðnir úr tilvísunargátt Sögunnar inn í
svonefnda Heklugátt og þegar sjúklingur mætir í þjálfun þá sést beiðnin í
Gagna undir "Beiðnir /umsókn um viðbótarþjálfun" viðkomandi skjólstæðings.
Sjúkraþjálfarar á stofu senda síðan skýrslu sjúkraþjálfara til tilvísandi
læknis til baka inn í Heklugáttina þegar meðferð er lokið eða þegar talin er
þörf á að upplýsa um framgang meðferðar.


Ferlið Gagna megin er einfalt og nánast það sama og áður en í stað þess að
ýta á Prenta og vista þá er ýtt á Senda og vista. Nánari lýsingu má lesa hér
inni í hjálpinni í Gagna.


Þó er málum þannig háttað að Sögumegin voru nokkrir "böggar" sem Heilsugæsla
Höfuðborgarsvæðisins benti á og farið var fram á að þeir yrðu lagfærðir áður
en innleiðing færi fram. Búist er við að þetta verði lagfært í nóvember og
síðan innleitt í árslok. Engu að síður er hægt að nota leiðina og einhverjir
vita um hana og eru þegar byrjaðir þrátt fyrir böggana - þannig að það getur
vel verið að einn og einn skjólstæðingur okkar láti vita að hann eigi beiðni
í gáttinni. Þá verðum við sjúkraþjálfarar og ritarar stofanna að þekkja til
og nýta okkur þessi rafrænu samskipti. Vinsamlegast upplýsið ritarana sem
með ykkur starfa. Þannig að þessi frábæra nýjung byrjar hægt.

Athugið að allar almennar fyrirspurnir og spurningar um tæknileg vandræði er hægt að senda á hjalp@gagni.is


Með kveðju frá Gagnanefndinni
Auður, Haraldur og Ragnar