Samráðshópur sjúkraþjálfara vegna COVID-19 hefur verið stofnaður

Hópurinn mun taka saman fyrirspurnir um sóttvarnir sem eiga við í störfum sjúkraþjálfara og svör við þeim birt hér á síðunni

8.10.2020

Sameiginlegur vettvangur upplýsingamiðlunar til sjúkraþjálfara og skjólstæðinga þeirra

Innan Félags sjúkraþjálfara hefur verið stofnaður samráðshópur sjúkraþjálfara vegna COVID-19 til að mynda sameiginlegan vettvang til upplýsingamiðlunar. Héðan í frá biðjum við sjúkraþjálfara að senda fyrirspurnir sem þeir kunna að hafa á netfang félagsins, physio@physio.is. Þeim verður svarað af hópunum í samvinnu við Embætti Landlæknis eins fljótt og auðið er.

Allar fyrirspurnir og svör munu birtast hér að neðan og hvetjum við félagsmenn til að fara yfir þær áður en ný fyrirspurn er send inn.

Hópinn skipa Unnur Pétursdóttir form., Gunnlaugur Már Briem, varaformaður, Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir og Hildur Sólveig Sigurðardóttir, báðar úr fagnefnd félagsins og Steinunn S. Ólafardóttir, starfsmaður félagsins.

Gangi okkur öllum vel.

Við erum öll almannavarnir!