Samtök á opinberum vinnumarkaði funda með samninganefnd ríkisins

Formenn BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands funda með samninganefnd ríkisins

5.1.2023

Formaður BHM ásamt formönnum annarra félaga á opinberum vinnumarkaði sitja í dag vinnufund með samninganefnd ríkisins í fjármálaráðuneytinu. Verið er að undirbúa komandi kjaraviðræður og unnið að gerð viðræðuáætlunar í ljósi samninga sem þegar hafa verið undirritaðir á almennum markaði. 
Frétt um fundinn og viðtal við Friðrik Jónsson má sjá á vef vísis í dag.