Sjálfkrafa fyrning orlofs ólögmæt

19.12.2022

Samkvæmt nýlegum dómi Evrópudómstólsins er sjálfkrafa fyrning orlofs ólögmæt.

Niðurstaða dómsins hefur fordæmisgildi og þýðir að atvinnurekandi sem vanrækir að skipuleggja orlofstöku starfsfólks getur ekki borið fyrir sig fyrningarreglur vegna orlofsréttinda sem hafa verið flutt milli ára og safnast upp. Sérhver launamaður á rétt á launuðu orlofi í að minnsta kosti fjórar vikur á hverju ári.

Nánar má lesa um málið, og tengill á dóminn í heild sinni er á heimasíðu BHM