Sjúkraþjálfarar á Ólympíuleikunum

Eins og á öllum stórum íþróttaviðburðum hafa sjúkraþjálfarar verið okkar íþróttafólki til halds og trausts

9.8.2021

Eins og á öllum stórum íþróttaviðburðum hafa sjúkraþjálfarar verið okkar íþróttafólki til halds og trausts

Nú þegar lokahátíð Ólympíuleikanna í Tokyo 2021 er liðin er ekki úr vegi að vekja athygli á því að nokkrir sjúkraþjálfarar hafa tekið þátt í þessum merka viðburði, þó ekki sem keppendur.

Þeir Pétur Einar Jónsson og Róbert Magnússon sjúkraþjálfarar frá Atlas endurhæfingu voru hluti af stuðnigsteymi íþróttafólksins, en ásamt þeim í teyminu voru þau Örnólfur Valdimarsson bæklunarlæknir og Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur. Hlutverk teymisins var að sinna andlegri og líkamlegri heilsu íþróttamanna og reyna að gera undirbúning þeirra sem bestan fyrir og eftir keppni.

Image0

Frá vinstri: Örnólfur Valdimarsson bæklunarlæknir, Pétur Einar Jónsson sjúkraþjálfari Atlas endurhæfingar, Róbert Magnússon sjúkraþjálfari Atlas endurhæfingar, og Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur.


Einnig áttum við fulltrúa í dómarateymi leikanna, en Hlín Bjarnadóttir sjúkraþjálfari var ein af dómurum í áhaldafimleikum kvenna sem verður að teljast mikill heiður þar sem aðeins þau bestu fá að dæma á þessu stórmóti.

Hlin-BjarnaHlín Bjarnadóttir sjúkraþjálfari og dómari í áhaldafimleikum kvenna


Image1Hér er Pétur Einar að vinna á íþróttamanninum Guðna Val Guðnason sem keppti í kringlukasti.


Image2

Hér má sjá Anton Svein McKee í ísbaði í sundlauginni, daginn áður en hann átti að keppa í bringusundi.

Alls voru fjórir keppendur á Ólympíuleikunum þetta árið, Auk þeirra Antons og Guðna var Snæfríður Sól Jórunnardóttir sem keppti í sundi og Ásgeir Sigurgeirsson sem keppti á loftskammbyssu.