Sjúkraþjálfarar fá úthlutun úr Lýðheilsusjóði
Gróska er í nýsköpun meðal sjúkraþjálfara
Fjögur verkefni sjúkraþjálfara fengu úthlutað úr Lýðheilsusjóði 2020
Úthlutun úr Lýðheilsusjóði fór fram þann 18.2.2020 og voru fjögur verkefni sjúkraþjálfara
semfengu úthlutað að þessu sinni.


Hildur Sólveig Sigurðardóttir sjúkraþjálfari hlaut styrk upp á 750.000 kr. fyrir verkefnið Leiðarvísir Líkamans. www.leidarvisirinn.is
Sara Lind Brynjólfsdóttir og Daði Reynir Kristleifsson hjá Netsjúkraþjálfun hlutu styrk upp á 400.000 kr. fyrir þróun á námskeiði fyrir starfsfólk leikskóla og grunnskóla. www.netsjukrathjalfun.is

Lárus Jón Björnsson sjúkraþjálfari hlaut styrk upp á 300.000 kr. fyrir verkefnið Neðanbeltis- Karlaheilsa. www.facebook.com/nedanbeltis
Marjolijn van Dijk og Þórdís Úlfarsdóttir á Bjargi- Endurhæfingarstöð á Akureyri hlutu styrk upp á 250.000 kr. fyrir verkefnið Liðvernd
Eins og kemur fram á vef Embættis Landlæknis voru eftirfarandi viðmið höfð til hliðsjónar við úthlutunina:
„Áhersla er lögð á að styrkja aðgerðir sem miða m.a. að því að efla geðheilsu barna og fullorðinna, áfengis-, vímu- og tóbaksvarnir, forvarnir og kynheilbrigði. Við mat á umsóknum fyrir árið 2020 var einnig sérstaklega horft til verkefna sem styðja við minnihlutahópa, stuðla að jöfnuði til heilsu og tengjast nýsköpun á sviði forvarna og heilsueflingar.“
(Tekið af vef þann 20.2.2020 https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item39079/Uthlutun-ur-Lydheilsusjodi-2020)
Það er nokkuð ljóst að talsvert er um nýsköpun og þróun góðra verkefna meðal sjúkraþjálfara á Íslandi.
Við óskum öllum styrkþegum til hamingju með úthlutunina.