Sjúkraþjálfarar hætta að starfa eftir samningi við SÍ nk mánudag, 13. janúar 2020

Heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð sem tryggir áframhaldandi greiðsluþátttöku SÍ vegna sjúkraþjálfunar, þótt ekki sé samningur í gildi

10.1.2020

Heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð sem tryggir áframhaldandi greiðsluþátttöku SÍ vegna sjúkraþjálfunar, þótt ekki sé samningur í gildi

Í samræmi við niðurstöðu Gerðardóms munu sjúkraþjálfarar hætta að starfa samkvæmt útrunnum samningi við SÍ nk. mánudag, 13. janúar 2020. Niðurstaða Gerðardóms er tvímælalaust sigur fyrir sjúkraþjálfara, dómsorðið er að aðilum er óskylt að fara eftir ákvæðum samningsins frá 12. janúar. Það þýðir að frá og með mánudeginum 13. janúar munu sjúkraþjálfarar starfa samkvæmt eigin gjaldskrá.

Birt hefur verið reglugerð frá heilbrigðisráðherra sem heimilar endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjúkraþjálfara utan samnings. Þannig eru réttindi sjúkratryggðra tryggð og sjúkraþjálfarar geta áfram verið í rafrænum samskiptum við SÍ varðandi endurgreiðsluhluta skjólstæðinga þótt ekki sé samningur í gildi.

Áhrif á skjólstæðinga verða minniháttar þar sem rafræn samskipti verða óbreytt við SÍ og skjólstæðingar njóta beinnar niðurgreiðslu eins og áður, en vænta má einhverra gjaldskrárbreytinga, þar sem sjúkraþjálfarar setja sínar eigin gjaldskrár.

Fh samninganefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara
Unnur Pétursdóttir, form. FS