Sjúkraþjálfarar verðlaunaðir fyrir MS og BS rannsóknaverkefni

Þrjú rannsóknarverkefni nemenda við Háskóla Íslands fengu verðlaun á nýafstaðinni Evrópuráðstefnu fyrir kennara og nemendur

2.11.2017

Þrjú rannsóknarverkefni nemenda við Háskóla Íslands fengu verðlaun á nýafstaðinni Evrópuráðstefnu fyrir kennara og nemendur

Þrjú rannsóknarverkefni nemenda við Háskóla Íslands fengu verðlaun (thesis award) á nýafstaðinni Evrópuráðstefnu fyrir kennara og nemendur sem eru meðlimir í European Network of Physiotherapy in Higher Education (ENPHE).

MS-thesis-award-Nanna-Frank-Patricia_2Í flokki meistaraverkefna fyrir árið 2016 fékk Nanna G. Sigurðardóttir 1. verðlaun fyrir rannsóknina Effectiveness of a 4-8 weeks inpatient multidisciplinary rehabilitation for older adults.  
Mynd: Nanna og Frank Ego (formaður Thesis Award nefndar) og Patricia Almeida (forseti stjórnar ENPHE)


MS-thesis-award-Thorarinn-FrankÍ flokki meistaraverkefna fyrir árið 2017 fékk Hjálmar J. Sigurðsson 3. verðlaun fyrir rannsóknina Trunk an knee biomechanics in boys and girls during sidestep cutting maneuver: Effect of fatigue and side
Mynd: Þórarinn, leiðbeinandi Hjálmars, tekur við verðlaunum fyrir hans hönd.


BS-thesis-award-Olafia-og-BjornÍ flokki BS verkefna fyrir árið 2017 fengu Björn H. Sveinsson og Ólafía H. Jónasdóttir 3. verðlaun fyrir rannsóknina Old habits die hard: Coninuous sedentary time in elementary schools in Iceland and its relationship with the development of sedentary behaviour in later life.
Mynd: Ólafía og Björn fyrir framan veggspjald til kynningar á rannsókninni.

Við óskum Nönnu, Hjálmari, Birni og Ólafíu innilega til hamingju fyrir frábæran árangur

Tilkynning frá Námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ