Sjúkraþjálfari óskast til starfa á skrifstofu félagins

Um er að ræða 50% starf

17.10.2019

Um er að ræða 50% starf

Stjórn FS hefur ákveðið að auglýsa laust til umsóknar 50% starf sjúkraþjálfara á skrifstofu félagsins.  Stjórn FS kynnti þessa fyrirætlan á síðasta aðalfundi, með þeim formerkjum að stöðugleiki í fjármálum félagsins leyfði slíkt. Undanfarin ár hafa skilað hagnaði og við skoðun á fjármálum um mitt ár 2019 er ljóst að þeim stöðugleika er náð að stjórn treystir sér til að takast á við þær skuldbindingar sem ráðning starfsmanns er.

Við treystum því að starfið verði lyftistöng fyrir starfsemi félagsins og auðveldi nefndum störf sín.

Starfsauglysing2019-3-

Stjórn FS