Sjúkraþjálfarinn - fagtímarit Félags sjúkraþjálfara
Borið hefur á því að fagtímarit félagsins hafi ekki borist félagsmönnum
Borið hefur á því að fagtímarit félagsins hafi ekki borist félagsmönnum
Fagtímarit Félags sjúkraþjálfara var gefið út í kringum 19. nóvember síðastliðinn. Félaginu hefur borist það til eyrna að blaðið hefur ekki borist hluta félagsmanna. Nú er unnið að því að skoða hvað fór úrskeiðis í prentun og dreifingu og við biðjum því öll sem hafa ekki fengið blaðið að láta vita á netfang verkefnastjóra: steinunnso@bhm.is
Til þess að fá blaðið sent þarf lögheimili að vera rétt skráð í Þjóðskrá (frá miðjum október) og viðtakandi þarf að vera skráð/ur félagsmaður í Félagi sjúkraþjálfara. Best er að fá upplýsingar um hvort viðtakandi hafi áður fengið blaðið sent án vandræða.
Þar til blaðið berst er hægt að glugga í rafræna útgáfu þess hér:
Sjúkraþjálfarinn - öll tölublöð á rafrænu formi
ATH: Þau sem hafa núþegar látið vita þurfa ekki að gera það aftur, hvort sem það hefur verið á Facebook síðunni Sjúkraþjálfarar á Íslandi eða með tölvupósti.