Sjúkraþjálfarinn kominn út - enn ber á því að blaðið sé ekki að berast félagsfólki

2. tbl Sjúkraþjálfarans 2021 kom út í byrjun nóvember

25.11.2021

Enn ber á því að blaðið sé ekki að berast félagsfólki

Fagtímarit Félags sjúkraþjálfara kemur út tvisvar á ári og kom seinna blað ársins út í byrjun nóvember. Við höfum því miður fengið þær upplýsingar að blaðið hafi ekki borist hluta félagsfólki.

Við viljum því biðja það félagsfólk sem ekki hefur fengið blaðið sent að láta vita á netfangið steinunnso@bhm.is. Jafnframt væri gott að fá að vita hvort viðkomandi vilji fá senda útgáfu eða ekki. Fram að heimsendingu er hægt að glugga í blaðið á flettiformi hér: Sjúkraþjálfarinn á flettiformi