Sjúkraþjálfarinn kominn út - rafræn útgáfa mun birtast á næstu dögum

Fagtímarit Félags sjúkraþjálfara, Sjúkraþjálfarinn, er að berast félagsfólki þessa dagana. Rafræn útgáfa blaðsins mun verða aðgengileg á fletti-formi innan tíðar.

12.3.2021

Þema blaðsins er að þessu sinni COVID-19

Nú lítur dagsins ljós fyrsta tölublað ársins 2021 af Sjúkraþjálfaranum, fagtímariti Félags sjúkraþjálfara. 

Þema blaðsins er að þessu sinni COVID-19 og í blaðinu má finna ýmsar greinar og viðtöl um hlutverk sjúkraþjálfara í heimsfaraldri ásamt reynslusögum einstaklinga sem veiktust. 

Ritnefnd blaðsins í ár skipa þær Sólveig Steinunn Pálsdóttir, Klara Einarsdóttir og Kristín Magnúsdóttir. Þær starfa á Landspítala í Fossvogi og á Reykjalundi, sem hafa verið þær starfsstöðvar sjúkraþjálfara sem hafa mestu reynslu af vinnu með einstaklingum eftir Covid-tengd veikindi. Þeim innan handar hefur verið Steinunn S. Ólafardóttir, starfsmaður skrifstofu og verkefnastjóri Sjúkraþjálfarans. 

Þess ber að geta að á næstu dögum mun blaðið birtast á rafrænu fletti-formi í fyrsta skipti. Sem liður í að gera blaðið að umhverfisvænni kosti mun félagsfólki bjóðast að afþakka prentútgáfu fyrir seinna tölublað ársins og verður það auglýst sérstaklega síðar. 

Þangað til er hægt að nálgast blaðið í pdf-formi hér:  https://www.physio.is/um-felagid/utgafa/sjukrathjalfarinn/


SjukraVor21forsida