Skráning hafin á heimsþing Sjúkraþjálfunar 2023

Þingið verður haldið í Dubai þann 2.-4. júní 2023

26.10.2022

Loksins hefur verið opnað fyrir skráningu á heimsþing sjúkraþjálfunar sem fer að þessu sinni fram í Dubai dagana 2. - 4. júní 2023. 

Hægt er að skrá sig á lækkuðu gjaldi til 15. desember, frekari upplýsingar á heimasíðu þingsins
Dagskrá þingsins, fyrirlesara og upplýsingar um skipulagsnefnd þingsins er að finna á heimasíðunni. Athugið að hægt er að sækja um styrk í starfsþróunarsetur BHM vegna þingsins. 
Athugið: Þegar félagsmenn frá Íslandi skrá sig er félaganúmer kennitala félagsmanns.