Skrifað undir kjara- og stofnanasamninga

Samið við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og gengið frá stofnanasamningum

2.6.2018

Samið við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og gengið frá stofnanasamningum

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) - kjarasamningur

Skrifað var undir breytingar og framlengingu á kjarasamningi Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og nokkurra aðildarfélaga BHM síðdegis á föstudag, 1. júní 2018.

Undir SFV heyra flest öldrunarheimilin, s.s. Hrafnistuheimilin, Grund, Mörk, Eir, Skjól og fleiri.

Aðild að samningnum eiga sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafar, þroskaþjálfar, bókasafns- og upplýsingafræðingar og Fræðagarður.

Samningurinn er venju samkvæmt “copy-paste” af ríkissamningnum. Samningurinn verður sendur viðkomandi félagsmönnum til kynningar í vikunni og atkvæðagreiðsla fer fram rafrænt.

34276632_10155710272859397_423502819270590464_nFulltrúar SFV og aðildarfélaga BHM sem að samningnum standa: Aftari röð f.vi: Anna María Frímannsdóttir (sálfr), Unnur Pétursdóttir (sjúkraþj), Þóra Leósdóttir (iðjuþj), María Rúnarsdóttir (félagsráðgj), Ágúst Jónatansson (SFV), Kristín Sigurþórsdóttir (SFV), Karl Óttar Einarsson (SFV). Fremri röð f. vi: Guðrún Sigurðardóttir (Fræðagarður), Laufey Gissurardóttir (þroskaþj), Stella Kristín Víðisdóttir (SFV), Eybjörg Hauksdóttir (framkv.stjóri SFV).

Krabbameinsfélag Íslands - stofnanasamningur

Skrifað var undir stofnanasamning við Krabbameinsfélagið fyrir helgi. Félag sjúkraþjálfara á einungis einn félagsmann þar í starfi fræðslufulltrúa og mörg önnur félög innan BHM eru í sömu stöðu, með 1-5 starfsmenn. Því var gerður sameiginlegur stofnanasamningur fyrir nokkur félög innan BHM, þ.e. sjúkraþjálfara, félagsráðgjafa, sálfræðinga og Fræðagarð.

Landspítalinn - stofnanasamningur

Skrifað var undir stofnanasamning við Landspítalann í gær, 4. júní. Það var vösk samstarfsnefnd sem kom þessu máli í höfn og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir framúrskarandi góða og vandaða vinnu. Nánari fréttir af samningnum koma síðar.

HNLFÍ - stofnanasamningur

Skrifað var undir bæði tengi- og stofnanasamning við HNLFÍ í Hveragerði í dag, 5. júní. Í samstarfsnefndinni fh FS voru þær Halldóra Sigurðardóttir, Heiðrún Erna Hlöðversdóttir og Guðrún Ásta Garðarsdóttir ásamt Unni formanni FS. Fyrir hönd HNLFÍ voru þau Brynjar Þórsson framkv.stjóri og Aldís Eyjólfsdóttir starfsmannastjóri.

20180605_171209

Að undirskrift lokinni, f.vi: Guðrún Ásta Garðarsdóttir sjþj, Aldís Eyjólfsdóttir starfsmannastjóri HNLFÍ, Brynjar Þórsson, framkv.stjóri HNLFÍ, Unnur Pétursdóttir, formaður FS, Halldóra Sigurðardóttir, sjþj, Heiðrún Erna Hlöðversdóttir sjþj.