Sóttvarnir – spurt og svarað

Leiðbeiningar og svör við fyrirspurnum sem berast félaginu frá sjúkraþjálfurum

7.10.2020

Leiðbeiningar og svör við fyrirspurnum sem berast félaginu frá sjúkraþjálfurum (physio@physio.is)

Samráðshópur sjúkraþjálfara vegna COVID-19

Innan Félags sjúkraþjálfara hefur verið stofnaður samráðshópur sjúkraþjálfara vegna COVID-19 til að mynda sameiginlegan vettvang til upplýsingamiðlunar. Héðan í frá biðjum við sjúkraþjálfara að senda fyrirspurnir sem þeir kunna að hafa á netfang félagsins, physio@physio.is. Þeim verður svarað af hópunum í samvinnu við Embætti Landlæknis eins fljótt og auðið er.

Allar fyrirspurnir og svör munu birtast hér að neðan og hvetjum við félagsmenn til að fara yfir þær áður en ný fyrirspurn er send inn.

Hópinn skipa Unnur Pétursdóttir form., Gunnlaugur Már Briem, varaformaður, Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir og Hildur Sólveig Sigurðardóttir, báðar úr fagnefnd félagsins og Steinunn S. Ólafardóttir, starfsmaður félagsins.

Gangi okkur öllum vel.

Við erum öll almannavarnir!

Neyðarstig almannavarna - almennar upplýsingar fyrir sjúkraþjálfara

Reglugerð 6. október og áhrif á starfsemi sjúkraþjálfara

Ný reglugerð, dags. 6. okt, varðandi hertar reglur vegna farsóttarinnar hefur verið birt á vef Heilbrigðisráðuneytis. Þar kemur fram að starfsemi heilbrigðisstarfsfólks er undanþegin þessum hertu reglum og því er sjúkraþjálfurum heimilt að halda sinni starfsemi opinni, en grímur skulu notaðar af sjúkraþjálfurum og skjólstæðingum eins og hægt er.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/10/06/COVID-19-Hertar-sottvarnaadgerdir-a-hofudborgarsvaedinu/

Dæmi um stofurekstur sjúkraþjálfara og sóttvarnir á neyðarstigi


Hér eru dæmi (A, B, C) um stofurekstur sjúkraþjálfara (stór stofa) og sóttvarnir á neyðarstigi almannavarna í Covid-19
Stofurekstur sjúkraþjálfara og sóttvarnir á neyðarstigi

 

Fjarlægðarmörk í meðferð og hópþjálfun

Enn er 20 manna reglan í gangi, en fjarlægðarmörk eru aukin að nýju í 2m. Því hefur ekki verið beint til heilbrigðisstarfsfólks að draga úr sinni þjónustu, en vegna 2m reglunnar gætu einhverjir þurft að endurskoða möguleika sína á að vera með hópþjálfun sem uppfyllir sóttvarnarreglur og þar þarf hver staður einfaldlega að skoða sína stöðu og möguleika.

Gildissvið reglugerðar

Athugið að þessar hertu reglur eiga einungis við um höfuðborgarsvæðið (Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Seltjarnarnes, Mosfellsbær). Sjúkraþjálfarar utan þessa svæðis starfa eftir fyrri reglum, grímuskylda innan 1m fjarlægðar, 20 manna hámark í rými.

Undirskrift skjólstæðinga fyrir veittri meðferð

SÍ gera ekki kröfur um að skjólstæðingar kvitti fyrir meðferð á meðan neyðarstig er í gangi.
https://www.sjukra.is/um-okkur/frettir/stadfesting-a-komu-til-heilbrigdisveitenda-2

 

Spurt og svarað

Á að loka endurhæfingarlaugum?

Heimilt er að hafa endurhæfingarlaugar opnar fyrir sjúkraþjálfun og hópþjálfun sjúkraþjálfara innan settra marka. Ekki er heimilt að nýta þær fyrir almenning þessa daga, t.d. ungbarnasund.

 Svarað 8.10.20
Gildandi viðmið fyrir neyðarstig vegna COVID-19

Mega hjartahópar starfa áfram?

Heimilt er að vera með hópa, þ.á.m. hjarta- og lungnahópa innan þeirra tilsettu takmarkana sem auglýstar hafa verið, þ.e. 20 manna hámark í rými, 1-2m á milli (landsbyggð – höfuðborgarsvæði). Gætið að búningsklefum og andyrum.

 Svarað 8.10.20
Gildandi viðmið fyrir neyðarstig vegna COVID-19

Er heimilt að nota íþróttasali innan stofnanna?

Heimilt er að nota íþróttasali þegar um sjúkraþjálfun er að ræða, en ekki að vera með t.d. starfsmannaleikfimi.

 Svarað 8.10.20
Gildandi viðmið fyrir neyðarstig vegna COVID-19

 Getur notkun andlitshlífar starfsmanna í mótttöku komið í stað grímunotkunar?

Hér eru góðar leiðbeiningar um hlífðargrímur:

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item42265/Hl%C3%ADf%C3%B0argr%C3%ADmur_ger%C3%B0ir_09082020.pdf

Samkvæmt þessum leiðbeiningum ætti að vera nóg fyrir starfmenn í afgreiðslu að vera með andlitshlíf ásamt því að virða gildandi fjarlægðarmörk, sem eru nú 2 m á Höfuðbrgarsvæðinu en 1 m annars staðar á landinu.

Vert er að hafa það í huga að hlífarnar eru ekki öruggar til að hindra dropa við hósta eða hnerra og starfsmenn sem sinna öðru en afgreiðslu ættu að vera með grímu.

Hér má nálgast ábendingar fyrir grímunotkun og gildandi viðmið:

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item40393/Gr%C3%ADmur%20og%20hanskar_08.10.2020.pdf)

Fyrir sjúkraþjálfunarstofu á Höfuðborgarsvæðinu næstu 2 vikur þyrfti annaðhvort að tryggja 2 m á milli einstaklinga og nota andlitshlíf, eða vera með grímu.

 Svarað 13.10.20
Gildandi viðmið fyrir neyðarstig vegna COVID-19

Hvenær má fólk koma í meðferð í sjúkraþjálfun eftir COVID-19 smit? Hvenær mega sjúkraþjálfarar og aðstoðarmenn mæta aftur til starfa eftir Covid-19 smit?

Leiðbeiningar Landlæknir fyrir sjúkraþjálfun eru þær sömu og t.d. fyrir augnmælingar, fótaaðgerðir, nudd og aðra sambærilega starfsemi þar sem ekki er hægt að viðhalda 1m reglunni.

Samkvæmt því gildir að starfsmenn mega ekki koma í vinnu og viðskiptavinir mega ekki koma inn á stofu ef þeir:

a. Eru í sóttkví.
b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
c. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Almennar leiðbeiningar varðandi einangrun eru hins vegar að:
Einangrun vegna COVID-19 má læknir aflétta þegar BÆÐI eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
· 14 dagar eru liðnir frá greiningu OG
· sjúklingur hefur verið einkennalaus í a.m.k 7 daga

Í sjúkraþjálfun er mikil nálægð við skjólstæðinga og hafa ber í huga að það er oft viðkvæmur hópur sem sækir sjúkraþjálfun en er á flestum vinnustöðum. Því skal fara eftir þeim reglum að:

  • skjólstæðingar mæti ekki í sjúkraþjálfun fyrr en 14 dögum eftir útskrift
  • sjúkraþjálfarar og aðstoðarmenn þeirra mæti ekki til vinnu með skjólstæðingum fyrr en 14 dögum eftir útskrift

 

Svarað 13.10.20
Gildandi viðmið fyrir neyðarstig vegna COVID-19

Sérhæfð leikfimi undir stjórn sjúkraþjálfara sem er ekki skilgreind sem hópsjúkraþjálfun, má hefja það aftur í samræmi við viðmið um opnun heilsuræktarstöðvar?

Sérhæfð leikfimi er skilgreind sem heilsurækt og má því opna samkvæmt almennum leiðbeiningum um heilsurækt.

Svarað 20.10.20

Hóptímar í endurhæfingarlaugum í skipulögðum hópum, er leyfilegt að hefja það aftur?

Hópsjúkraþjálfun er skilgreind sem heilbrigðisþjónusta og má því starfa eins og áður. 

Svarað 20.10.20