Staðan í kjaraviðræðum FS við ríki

6.3.2020

Sam­komu­lag um stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar hjá vakta­vinnu­fólki náðist í vikunni í kjaraviðræðum opinberra starfsmanna við ríki og sveit­ar­fé­lög


Sam­komu­lag um stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar hjá vakta­vinnu­fólki náðist í vikunni í kjaraviðræðum opinberra starfsmanna við ríki og sveit­ar­fé­lög. Þótt við sjúkraþjálfarar teljumst ekki til vaktavinnustéttar og þessi niðurstaða hafi lítil áhrif á okkar stöðu, þá hefur þessi vinna yfirskyggt alla aðra þætti samningaviðræðnanna, svo við berum þá von í brjósti að nú verði hægt a spýta í lófana og ræða aðra þætti. Þar ber hæst launaliðinn, en einnig atriði eins og jöfnun launa milli markaða og breytingar á orlofsréttindum. Rétt er að minna á að búið er að ná samkomulagi um LÍN og frumvarp um nýja skipan námslána litið dagsins ljós.


Eins og kunnugt er, þá riðluðust BHM samflots-bandalögin í haust og kjaranefnd FS ákvað að nota það tækifæri til að funda sér (þ.e. án annarra BHM félaga) með samningnefnd Ríkisins. Tilgangur þess var að ná samtali við ríkið um þá vinkla sem snerta sjúkraþjálfara sérstaklega, ekki síst vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á námi í sjúkraþjálfun. Þriðji fundurinn var haldinn í vikunni og því miður verðu að segjast eins og er, að þrátt fyrir að þau hafi “hlustað” mikið og “skoðað” margt, þá er ljóst að við verðum að viðhafa verulega hófsemi í bjartsýni um árangur, svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Næsti fundur FS var ekki dagsettur að sinni.

Fh kjaranefndar launþega FS

Unnur Pétursdóttir
Formaður FS