Stefnumótunardagur FS – 2018

Félag sjúkraþjálfara heldur stefnumótunardag föstudaginn 2. nóvember nk.

19.9.2018

Félag sjúkraþjálfara heldur stefnumótunardag föstudaginn 2. nóvember nk.

Félag sjúkraþjálfara heldur stefnumótunardag föstudaginn 2. nóvember nk. kl 12-18.

Haldinn var stefnumótunardagur þann 10. október 2014 sem bar þess merki að við vorum að koma úr sameiningarfasa félaganna þriggja, forvera FS, og lögðum við þar línur fyrir komandi framtíð. Sú vinna hefur nýst stjórn FS afar vel.

Mynd-5Framtíðin er núna. Hvernig hefur tekist til?

Hvað hefur áunnist, og hvað ekki?

Hvar erum við stödd faglega? Innan heilbrigðisgeirans? Meðal almennings?

Síðast en ekki síst – hvert stefnum við sem fag og félag? Hvert viljum við stefna?

Þessum og mörgum fleiri spurningum verður varpað upp til umræðu og hvetjum við félagsmenn eindregið til að mæta og leggja sitt af mörkum til stefnumótunar fagsins og félagsins til næstu ára. Dagurinn verður í umsjá Ingvars Sverrissonar, almannatengils hjá Aton (sami og síðast) og hans fólks.

Við viljum fá að sjá fjölbreyttan hóp félagsmanna koma saman og skeggræða málin, unga, gamla, verktaka, launþega, höfuðborgarbúa, landsbyggðarfólk, sem sagt, alla.


Mynd-9

Dagskrá:

Kl 12: Léttur hádegisverður
Kl 13: Setning stefnumótunardags
Kl 17: Niðurstöður kynntarÍ dagslok verða léttar veitingar í fljótandi formi þar sem máltækið “maður er manns gaman” verður í hávegum haft.

Fh. stjórnar
Unnur Pétursdóttir
Formaður FS