Stjórn Félags sjúkraþjálfara hefur skipt með sér verkum

Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund skipti stjórn með sér verkum

4.3.2022

Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund skipti stjórn með sér verkum

Á aðalfundi Félags sjúkraþjálfara sem haldinn var þann 22. febrúar síðastliðinn var Gunnlaugur Már Briem þáverandi varaformaður kjörinn í embætti formanns FS og Kári Árnason kom nýr inn í stjórn. Samkvæmt lögum félagsins á stjórn að skipta með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund og hann haldinn þann 1. mars síðastliðinn. 

Stjórn Félags sjúkraþjálfara er sem hér segir:

Gunnlaugur Már Briem, formaður
Fríða Brá Pálsdóttir, varaformaður
Margrét Sigurðardótti, gjaldkeri
Kári Árnason, ritari
Guðný Björg Björnsdóttir, meðstjórnandi

Varmenn: 
Hjörtur Ragnarsson
Kristín Rós Óladóttir