Stjórn Vísindasjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki

Umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar

24.1.2024

Styrkhafar eru kynntir á Degi sjúkraþjálfunar þann 3. maí 2024

Frestur til að skila inn umsóknum í Vísindasjóð FS er til kl.23:59 þann 15. febrúar 2024. Rétt til að sækja um styrki eiga fullgildir og skuldlausir félagsmenn FS. Styrkjum verður úthlutað á Degi Sjúkraþjálfunar þann 3. maí 2024.

Umsóknum skal skilað á eyðublöðum sem hægt er að finna á heimasíðu félagsins: www.sjukrathjalfun.is

(Um félagið-Stjórn og nefndir-Stjórn Vísindasjóðs). Þar er einnig að finna starfsreglur sjóðsins sem umsækjendur eru hvattir til að kynna sér tímanlega svo tryggt sé að umsókn sé vel unnin.

Markmið Vísindasjóðs er að styrkja rannsóknarverkefni, þróunarverkefni, þýðingar á viðurkenndum mælitækjum og spurningalistum innan sjúkraþjálfunar og viðamiklar ritsmíðar innan sjúkraþjálfunar. Styrkt verkefni/rannsóknir skulu hafa ótvírætt faglegt gildi innan sjúkraþjálfunar og vera faginu til framdráttar. Athygli er vakin á möguleikum á að sækja um styrki úr minningarsjóði Guðlaugar Pálsdóttur, fyrir verkefni í vinnuvistfræði eða tengdum sviðum.

Stjórn Vísindasjóðs hvetur alla, sem eru að vinna eða hyggjast vinna verkefni sem uppfylla kröfur sjóðanna, til að sækja um styrk. Umsækjendur skulu kynna sér starfsreglur sjóðsins og vanda umsóknir eins og kostur er. Ef ekki verður unnt að styrkja alla umsækjendur verður horft til gæða umsókna og vísindalegs gildi verkefna fyrir sjúkraþjálfun.

Senda skal umsóknir rafrænt á netfang nefndarmanna Vísindasjóðs:

Ásdís Kristjánsdóttir: asdiskri@reykjalundur.is
Bergþóra Baldursdóttir: bergbald@landspitali.is
Gunnar Svanbergsson: gunnar@stigandi.is

Merkja skal að um sé að ræða umsókn í sjóðina.