Streymi og upptaka af fræðslufyrirlestri Fræðslunefndar vinsælli kostur en að mæta á staðinn
Fræðslufyrirlestur Tom Myers í síðustu viku var sendur út í streymi og upptakan aðgengileg fram yfir síðustu helgi
Fræðslufyrirlestur Tom Myers í síðustu viku var sendur út í streymi og upptakan aðgengileg fram yfir síðustu helgi
Þriðjudaginn 9. nóvember síðastliðinn hélt Tom Myers höfundur Anatomy Trains fræðslufyrirlestur fyrir félagsfólk í Félagi sjúkraþjálfara í boði Fræðslunefndar.
Fyrirlesturinn var sendur út í streymi og tekinn upp, og var síðan gerður aðgengilegur á innri vef heimasíðu Félags sjúkraþjálfara út sunnudaginn 14. nóvember.
Þegar rýnt er í áhorfstölur er ljóst að á þessum tímapunkti kjósa félagar að sitja heima og hlusta á streymi eða horfa á upptökuna eftir á.
Í heildina horfðu 146 á fyrirlesturinn, á staðnum, í streymi eða á upptöku. Þar af voru aðeins 7 á staðnum og því 139 einstaklingar sem kusu að fylgjast með rafrænt, sem má teljast afgerandi munur.