Svika Ráðstefnur
Heimssamband sjúkraþjálfara varar við svika ráðstefnum
Í frétt frá heimssambandi sjúkraþjálfara, World Physiotherapy, varar Jonathon Kruger framkvæmdarstjóri félagsins við því að óprútnir aðillar séu að auglýsa "svika" ráðstefnur í þeim tilgangi að reyna að hafa fé af fólki. Hann segir að eitthvað sé um að aðilar auglýsi undir nafni sem líkist mjög þekktum samtökum eða félögum, eða séu haldnar á sama stað og tíma og raunverulegar ráðstefnur. Nokkrir punktar eru nefndir til þess að hafa að leiðarljósi til þess að varast að falla í gildru svikahrappa:
- Eru þekkt samtök að skipuleggja viðburðinn?
-Þekkir þú eða samstarfsfólk þitt til skipuleggjenda viðburðarins?
-Er erfitt að finna upplýsingar og tengiliði fyrir skipuleggjendur?
- Er nú þegar annar viðburður með mjög svipuðu nafni?
- Á annar viðburður að fara fram á sama stað og sama tíma?
- Er efni viðburðarins mjög breytt, kanski of fjölbreytt?
- Eru ráðstefnugjöld hærri en vanalega?
Nánar um svika ráðstefnur má lesa á heimasíðu heimssambands sjúkraþjálfara: https://world.physio/news/world-physiotherapy-warns-against-predatory-events