Sýnileiki sjúkraþjálfunar
Að gera okkur sýnilegri var ákall stéttarinnar á stefnumótunardegi sl. vetur
Að gera okkur sýnilegri var ákall stéttarinnar á stefnumótunardegi sl. vetur
Síðastliðinn vetur var kallað til
stefnumótunardags Félags sjúkraþjálfara og var hann haldinn í samstarfi við
AtonJL samskiptastofu. Margt áhugavert kom fram á þessum degi en rauði
þráðurinn var þessi: Við sem sjúkraþjálfarar þurfum að vera mun sýnilegri, bæði
meðal stjórnvalda, annarra heilbrigðisstétta og almennings.
Stjórn félagsins hefur nú í haust undirbúið í samvinnu við AtonJL hvernig hægt er að gera nákvæmlega þetta, auka sýnileikann. Afrakstur þessarar vinnu er nú að koma í ljós og fyrsta afurðin var sett í loftið í vikunni. Það er hlaðvarpsþáttur, sá fyrsti í röðinni af amk. sex. Auk þess er að vænta greina í blöð, viðtöl við sjúkraþjálfara og fleira.
https://open.spotify.com/episode/6gtzezx3URoacDtAsDxxrg?si=7hC9B33GQZy9LPs-YUbyLg
Og nú er komið að ykkur.
Ef auka á sýnileika gerist það ekki bara á skrifstofu félagsins. Hér þurfa allir að leggjast á árar og taka þátt. Því biðjum við félagsmenn um að taka fagnandi öllu því efni sem félagið sendir frá sér í vetur, lesa/hlusta og DEILA á samfélagsmiðlum, öllum útgáfum. Við erum þakklát fyrir “like” en dreifingin verður margföld ef þið deilið efninu á ykkar síður.
Einnig, ef við leitum til ykkar um að veita viðtöl um starf ykkar, segið já. Ef við biðjum ykkur að koma í hlaðvarp, segið já. Ef við biðjum ykkur um að skrifa grein, segið já.
Koma svo – það var kallað eftir sýnileika – við þurfum öll að vinna að því saman.
Ef þið fylgið félaginu ekki nú þegar á þessum miðlum, þá er dagurinn í dag góður til að byrja á því:
Facebook: https://www.facebook.com/felag.sjukrathjalfara
Instagram: https://www.instagram.com/felag_sjukrathjalfara/
Twitter: https://twitter.com/PhysioIceland / @PhysioIceland
Hlaðvarp: Frá toppi til táar https://open.spotify.com/episode/6gtzezx3URoacDtAsDxxrg?si=7hC9B33GQZy9LPs-YUbyLg