Tekjufallsstyrkir- sjálfstætt starfandi

Í vikunni var opnað fyrir umsóknir hjá skattinum um tekjufallsstyrki

15.1.2021

Úrræðið nýtist öllum minni rekstraraðilum og sjálfstætt starfandi innan BHM sem geta sýnt fram á tekjusamdrátt

Í vikunni var opnað fyrir umsóknir hjá Skattinum um tekjufallsstyrki. https://www.rsk.is/einstaklingar/covid/tekjufallsstyrkir/.

Úrræðið nýtist öllum minni rekstraraðilum og sjálfstætt starfandi innan BHM sem geta sýnt fram á tekjusamdrátt umfram 40% á tímabilinu 1. apríl til 31. október 2020.

Eins og kunnugt er þá léku sérfræðingar BHM lykilhlutverk í að móta úrræðið með stjórnvöldum en BHM hafði lengi lýst yfir áhyggjum af því að sjálfstætt starfandi séu ekki tryggðir með nægilegum hætti í atvinnuleysistryggingakerfinu. Tekjufallsstyrkirnir eiga að koma til móts við vanda þeirra en í framhaldi munu stjórnvöld bjóða upp á viðspyrnustyrki til að koma til móts við tekjufallið á tímabilinu nóvember 2020 til maí 2021.