Túlkaþjónusta fyrir sjúkratryggða einstaklinga

Sjúkraþjálfarar taka oft á móti einstaklingum með annað móðurmál en íslensku

26.8.2020

Sjúkraþjálfarar taka oft á móti einstaklingum með annað móðurmál en íslensku

Félag sjúkraþjálfara vill benda félagsmönnum sínum á mikilvægi þess að vera öll meðvituð um rétt sjúklinga og jafnvel leiðbeina fólki ef þörf er á. 

Hér má sjá upplýsingar um túlkaþjónustu sem tekin er af vef Sjúkratrygginga Íslands: https://www.sjukra.is/heilbrigdisstarfsfolk/tulkathjonusta/

Á vef Ríkiskaupa má nálgast lista yfir þá aðila sem eru með rammasamning um túlkaþjónustu:
https://www.rikiskaup.is/is/rammasamningar/samningarnir/voruflokkar/tulka-og-thydingathjonusta


Eftirfarandi upplýsingar eru teknar úr minnisblaði um kostnað vegna túlkaþjónustu í tengslum við heilbrigðisþjónustu:

"Sjúklingur sem er sjúkratryggður á Íslandi en talar ekki íslensku, hefur ekki náð fullu valdi á málinu eða talar táknmál, á samkvæmt lögum rétt á að fá túlk endurgjaldslaust þegar leitað er læknisaðstoðar, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997."


Uppfært 26.8.2020