Tungumálakunnátta sjúkraþjálfara

Talar þú reiprennandi önnur tungumál en ensku og íslensku?

4.6.2024

Félag sjúkraþjálfara minnir á yfirlit yfir tungumálakunnáttu sjúkraþjálfara á innri vef heimasíðunnar

Ert þú sjúkraþjálfari og talar reiprennandi önnur tungumál en ensku og íslensku?

Við viljum vita af því!

Á innri vef heimasíðunnar okkar erum við með upplýsingar yfir sjúkraþjálfara sem tala reiprennandi önnur tungumál en íslensku og ensku. Ef þú telur þig eiga heima á þeim lista máttu gjarnan senda póst þess efnis á steinunn@sjukrathjalfun.is

Núþegar höfum við upplýsingar um fólk sem talar pólsku, dönsku, serbnesku, litháísku, hollensku, þýsku, frönsku, spænsku, finnsku, króatísku, ítösku, norsku, arabísku, portúgölsku og sænsku. Það má alltaf bæta á þá lista en einnig fleiri tungumálum :)