Umræða um stöðu sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga á Alþingi

Í gær, fimmtudaginn 25. febrúar, var sérstök umræða um stöðu sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga á Alþingi

26.2.2021

Allir málshefjandi lýstu áhyggjum óboðlegu ástandi

Sérstök umræða um stöðu sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga fór fram á Alþingi í gær, 25. Febrúar. Málshefjandi var Hanna Katrín, fulltrúi Viðreisnar. Umræðan stóð í 45 mínútur og tóku fjölmargir alþingismenn úr öllum flokkum til máls. Rauði þráðurinn var að allir lýstu áhyggjum af óboðlegu ástandi, bæði hvað varðar lengd biðlista og skort á þjónustu sem fyrirséð er að versni ef 2 ára starfsreynsluákvæði verður ekki afnumið. Hins vegar fór sumpart eftir flokkslínum hver afstaðan var gagnvart lausninni, ýmist var kallað var eftir ábyrgð ráðherra á málefninu eða að skorað var á fagaðila og SÍ að ná samningum um þjónustuna. Svör ráðherra má sjá bæði fyrst og síðast í umræðunni.

https://www.althingi.is/altext/upptokur/thingfundur/?lthing=151&fundnr=60

Umfjöllun var síðan um málið og viðtal við Hönnu Katrínu á Bylgjunni í Reykjavík síðdegis: https://www.visir.is/k/84deff09-d0b1-429a-9761-04f8d71e0d4d-1614277000600

Áframhaldandi umfjöllun um málið birtist síðan í Morgunblaðinu í dag, föstudaginn 26. febrúar