Umsögn FS varðandi heilbrigðisþjónustu í hagnaðarskyni
Formaður fer á fund velferðarnefndar Alþingis
Formaður fer á fund velferðarnefndar Alþingis
Þann 15. október sl sendi Félag sjúkraþjálfara umsögn til nefndasviðs Alþingis er varðar frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum (heilbrigðisþjónusta í hagnaðarskyni), 11. Mál.
Upplýsingar um málið, frumvarpsdrögin, umsögn FS og aðrar umsagnir má finna hér:
https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=149&mnr=11
Fréttablaðið birti umfjöllun um málefnið, sjá:
http://www.visir.is/g/2018181029823/a-moti-frumvarpi-sem-bannar-samninga-i-hagnadarskyni
Að vísu er félagið hér kallað Sjúkraþjálfarafélag Ísland og því fundin skammstöfunin SÞÍ … frumlegir blaðamenn hér á ferð.
Einnig var hringt í formann frá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á þriðjudag og málið rætt.
Formaður FS, hefur ásamt fleiri umsagnaraðilum verið boðuð á fund velferðarnefndar Alþingis nk. miðvikudag til að ræða efni frumvarpsins.
Uppfært dags. 24. okt: Fundinum var aflýst án ástæðu. Ekki var gefið upp hvort/hvenær málefnið verður aftur á dagskrá nefndarinnar.
Unnur Pétursdóttir
Form. FS.