Undirbúningur vegna endurnýjunar samnings við Sjúkratryggingar Íslands er hafinn

Samninganefnd hittist á fundi þann 9. okt sl

11.10.2018

Samninganefnd hittist á fundi þann 9. okt sl

Samninganefnd sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara hittist á fundi þann 9. október sl og tók stöðuna varðandi komandi viðræður við Sjúkratrygginar Íslands. Núverandi rammasamningur rennur út þann 31. janúar 2019.

Í mörg horn er að líta varðandi samninginn. Kallað var eftir umsögnum og ábendingum félagsmanna nú í vor. Þó nokkrir félagsmenn brugðust við því kalli og er það samninganefnd dýrmætt veganesti.

Einnig þarf að huga að því að það umhverfi sem við störfum í verður sífellt fjölbreyttara og þar með flóknara og það er mikilvægt að samninganefnd sé í góðu talsambandi við alla geira sjúkraþjálfunar sem nýta samninginn.

Í því skyni mun samninganefnd halda samtalsfundi á næstunni, fyrst með einstökum hópum sjúkraþjálfara og í lok nóvember almennan fund fyrir alla sjálfstætt starfandi félagsmenn.

Samninganefnd býður til fyrsta fundar mánudaginn 29. október:

Kl 17.00: Heimasjúkraþjálfarar
Kl 17.30: Sérfræðingar í sjúkraþjálfun

Þeir sem teljast til þessara hópa eru velkomnir á fundina og eru eindregið hvattir til þess að koma með að borðinu það sem þeir telja mikilvægt að huga að í komandi viðræðum.

20180306_174013Mynd: Samninganefnd sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara, f. vi: Auður Ólafsdóttir, Róbert Magnússon, Kristján Hjálmar Ragnarsson (formaður nefndarinnar), Unnur Pétursdóttir (form. FS), Rúnar Marinó Ragnarsson, Haraldur Sæmundsson.


Fh. nefndarinnar,
Unnur Pétursdóttir
Form. FS