Upplýsingabás á Fit & Run 2018

FS verður með upplýsingabás á skráningarsvæði Reykjavíkurmaraþons

21.6.2018

FS verður með upplýsingabás á skráningarsvæði Reykjavíkurmaraþons

FS verður með upplýsingabás á skráningasvæði Reykjavíkurmaraþons, Fit & Run, eins og undanfarin ár dagana 16. og 17 ágúst. Óskað er eftir sjúkraþjálfurum og stofum til að standa vaktina í 1-2 klst á tímabilinu milli kl 14-20.

Sérstaklega er óskað eftir sjúkraþjálfurum sem þekkja vel til íþróttasjúkraþjálfunar.

 

                                                                                      Opnunartímar bássins verða á fimmtudeginum 16. ágúst kl. 15-20 og föstudaginn 17. ágúst kl 14-19.


Einnig er möguleiki á að vera með atriði í dagskrá á sýningarsvæðinu (fyrirlestur, annað?), endilega látið vita hið allra fyrsta ef áhugi á slíku er fyrir hendi.

Sendið póst á Guðnýju Björgu Björnsdóttur gudny@haefi.is  í stjórn FS,  hún sér um skipulagningu þessa viðburðar.

Félagið greiðir básinn og leggur allt til hans, en einstakir sjúkraþjálfarar og/eða stofur geta komið með það kynningarefni sem þeir telja við hæfi, þ.á.m eigin nafnspjöld.

 

Tilgangur þessa er að gera sjúkraþjálfara sýnilega á viðburðum sem þessum og auka aðgengi hins almenna hlaupara að góðri ráðgjöf. Ef við sjúkraþjálfarar sinnum þessu ekki, munu aðrir vera fljótir að fylla okkar skarð. Því hvet ég ykkur til að bregðast vel við og nýta þetta frábæra tækifæri til að markaðssetja sjúkraþjálfun meðal þess stóra hóps sem sækir Reykjavíkurmaraþonið.


Athugið að talvert er af erlendum hlaupurum, svo efni á ensku er einnig vel þegið.