Útboðsgögn varðandi sjúkraþjálfun komin á vef Ríkiskaupa

Hvetjum sjálfstætt starfandi félagsmenn til að kynna sér gögnin vel

5.9.2019

Hvetjum sjálfstætt starfandi félagsmenn til að kynna sér gögnin vel


Þann 3. sept. sl. komu útboðsgögn varðandi sjúkraþjálfun inn á vef Ríkiskaupa.

http://utbodsvefur.is/sjukrathjalfun-a-hofudborgarsvaedinu/

Samninganefnd er að kynna sér gögnin og við hvetjum félagsmenn til gera slíkt hið sama.

Ljóst er að tímaramminn er knappur og þessar breytingar þarf að skoða vel út frá öllum hliðum.

Þeir sem hafa náð í útboðsgögn munu fá tilkynningu um kynningarfund, þ.a. við hvetjum fólk til að nálgast gögnin hið fyrsta. Athugið að þótt gögn séu sótt fylgir því engin kvöð að bjóða í – þannig geta allir sótt gögnin.

Minnum í framhaldi á fyrirhugaðan félagsfund þriðjudaginn 17. september kl 17.30 í húsnæði okkar hjá BHM, Borgartúni 6, Rvík. Fundinum verður streymt.


Fh. samninganefndar
Haraldur Sæmundsson, form. samninganefndar
Unnur Péturdóttir, form. FS