Úthlutun úr Vísindasjóði - Nýjir sérfræðingar í sjúkraþjálfun
Í dag, 5. mars, hefði átt að vera Dagur sjúkraþjálfunar 2021. Af því tilefni tilkynnir félagið um úthlutun vísindastyrkja, sem og hverjir hafa hlotið sérfræðileyfi.
Stjórn ákvað að nota daginn sem vera átti Dagur sjúkraþjálfunar 2021 til að tilkynna úthlutun úr Vísindasjóði fagdeildar FS ásamt því að skýra frá því hverjir hafa hlotið sérfræðileyfi í sjúkraþjálfun frá því að síðast var tilkynnt um slíkt.
Stjórn ákvað að nota daginn sem vera átti Dagur sjúkraþjálfunar 2021 til að tilkynna úthlutun úr Vísindasjóði fagdeildar FS.
Að þessu sinni, árið 2021, hljóta þrír
aðilar styrki:
Hildur Sólveig Sigurðardóttir – Þýðing á spurningalista
um líkamsvitund ungs fólks á líkamsstöðu sinni
Sara Lind Brynjólfsdóttir – Árangur af netsjúkraþjálfun
Kristín Gunda Vigfúsdóttir – Þróunarverkefni – fyrirbyggjandi æfingar til
varnar byltun fyrir skjólstæðinga samkomuhúsa.
Árið 2020 var einum styrk úthlutað. Um var að ræða umsókn frá Önnu Láru Ármannsdóttur, doktorsnema vegna rannsóknar á áhrifum breytilegs stífleika gervifótar á göngu einstaklinga.
Stjórn FS óskar styrkþegum til hamingju með samþykktar styrkumsóknir og hlakkar til að heyra niðurstöðurnar í fylllingu tímans.
Einnig er rétt að skýra frá því hverjir hafa fengið sérfræðileyfi í sjúkraþjálfun frá Embætti Landlækni frá því að síðast var tilkynnt um slíkt, á Degi sjúkraþjálfunar árið 2019.
Þetta eru þær:
Margrét Gunnarsdóttir, sérfr. í
geðsjúkraþjálfun 2019
Ragnheiður Kristjánsdóttir, sérfr. í öldrunarsjúkraþjálfun 2019
Margrét Brynjólfsdóttir, sérfr. í öldrunarssjúkraþjálfun 2020
Harpa Söring Ragnarsdóttir, sérfr. í íþróttasjúkraþjálfun 2021
Stjórn félagsins óskar þeim til hamingju með þennan mikla áfanga.