Útskrift sjúkraþjálfara 2019
Fyrsti hópur sjúkraþjálfara sem útskrifast með meistaragráðu í sjúkraþjálfun til starfsréttinda
Fyrsti hópur sjúkraþjálfara sem útskrifast með meistaragráðu í sjúkraþjálfun til starfsréttinda
Um helgina brautskráðist frá Háskóla Íslands fyrsti hópur sjúkraþjálfara sem útskrifast með meistaragráðu í sjúkraþjálfun til starfsréttinda. Við bjóðum hópinn velkominn í raðir sjúkraþjálfara á Íslandi.
Aðalbjörg
Birgisdóttir, sjúkraþjálfari MS, flutti kveðju kandídata við athöfnina.
Það er mikill heiður fyrir Námsbraut í sjúkraþjálfun að nemandi frá námsbrautinni
var beðinn um að sinna því hlutverki.
Einnig útskrifuðust tveir sjúkraþjálfarar með MS í heilbrigðisvísindum, þær Belinda Chenery og Hólmfríður H. Sigurðardóttir.
Fyrir hádegi sama dag, laugardaginn 22 júní, útskrifuðust 33 nemar með BS gráðu í sjúkraþjálfunarfræðum.