Vantar þig að komast að í jafnvægisþjálfun?

Í tilefni byltuvarnarvikunnar 21. - 25 september 2020

21.9.2020

Í tilefni byltuvarnarvikunnar 21.-.25 september 2020

Jafnvægisþjálfun og byltuvarnir er eitt þeirra fjölmörgu verkefna sem sjúkraþjálfarar á stofum sinna. Ef þú vilt komast í jafnvægisþjálfun eða mat á jafnvægi er besta leiðin að finna stofu sem er nálægt þér, hringja á staðinn og spyrjast fyrir um jafnvægisþjálfun og sjúkraþjálfara sem sinna því á staðnum. 

Á forsíðu heimasíðunnar má finna hnappinn "Ertu að leita að sjúkraþjálfara?". Ef smellt er á þann hnapp er hægt að leita að starfsstöðvum sjúkraþjálfara í flettilista.