Vetrardagskrá Norðurlandsdeildar Félags sjúkraþjálfara
Stútfull dagskrá af spennandi efni
Stútfull dagskrá af spennandi efni
Laugardagur 7.sept. frá 10-13
Vinnustofa með Margréti Gunnarsdóttur sjúkraþjálfara og
sálmeðferðarfræðingi.
Margrét segir okkur frá áfallameðferð og við fáum að
prófa áfallamiðað jóga.
Fimmtudagur 10.okt. 19.30 - 21.30
Fyrirlestur Ernst van der Wijk sjúkraþjálfara frá
Hollandi
Heiti fyrirlestrar: Fascinating fascia
Fyrirlesturinn verður haldinn í Reykjavík 7.okt og á
Egilstöðum 15.eða 16.okt.
11.-13.okt (3 heilir dagar)
Námskeið Ernst van der Wijk í Sjúkraþjálfun Akureyrar
Fascia Integration Therapy I (fyrsti hluti af fjórum) NB! skráning er hafin
Fimmtudagur 31.okt. 19.30 - 21.30
Kvöldstund með Stefáni Ólafssyni og Steinunni A.
Ólafsdóttur sjúkraþjálfurum
Fyrirlestrar sem þau fluttu á Degi sjúkraþjálfunar 2019
Janúar 2020 (tímasetning ákveðin síðar)
Vinnustofa með Elvari Leonardssyni sjúkraþjálfara
Kinestretch
Janúar 2020
Aðalfundur Norðurlandsdeildar FS
Allar ábendingar um áhugaverð erindi og vinnustofur
eru vel þegnar. Við sjúkraþjálfarar búum yfir mismunandi þekkingu
sem við höfum sankað að okkur gegnum tíðina og stúderað. Þekking gagnast lítið
nema henni sé miðlað áfram. Það er gífurlega mikið að gerast í heiminum á
mörgum sviðum þar á meðal okkar sviði og vísindunum fleygir fram.
Skráning er hafin á Fasciunámskeið Ernst van der Wijk. Skráning er í gegnum tölvupóst á þetta netfang evsjukrathjalfun@simnet.is. Aðeins 16 pláss eru í boði og því þarf að hafa hraðar hendur að skrá sig. Fasciumeðferð gagnast öllum sem glíma við verki og er stundum talað um fasciukerfið sem "týnda hlekkinn" í meðferð krónískra verkja.
Svo langar mig að nota meira facebook síðu Norðurlandsdeildar og hvet ykkur til að tengjast henni ef þið hafið ekki gert það nú þegar. Norðurlandsdeild FS
Kveðja f.h. stjórnar N-FS
Eydís Valgarðsdóttir formaður