Vinnustaðaheimsóknir formanns FS
Formaður býður upp á heimsóknir á vinnustaði sjúkraþjálfara til skrafs og ráðagerða
Formaður býður upp á heimsóknir á vinnustaði sjúkraþjálfara til skrafs og ráðagerða
Nú er orðið talsvert langt um liðið frá því að ég tók hús á vinnustöðum sjúkraþjálfara síðast. Margt hefur gerst síðan og því fyllsta ástæða til að endurtaka leikinn. Því býð ég nú þeim vinnustöðum sem það vilja, að koma í heimsókn á næstunni og fara yfir þau málefni sem brenna á fólki.
Heimsóknin varir í ca í 1 klst. og tímasetning er í samráði
við forsvarsmenn/trúnaðarmenn starfsstaðanna. Morgunn, hádegi, síðdegi, allt
kemur til greina og ég geri engar athugasemdir við það að fólk snæði á meðan ég
tala, ég veit að allir eru uppteknir. Ég óska eingöngu eftir því að
sjúkraþjálfarar staðarins taki frá þessa klukkustund til að ræða við mig.
Athugið að þetta á líka við um starfsstaði út um land, Félag sjúkraþjálfara starfar á landsvísu.
Þannig að þeir sem óska eftir heimsókn formanns, ég bið ykkur senda póst á unnur@physio.is og við finnum heppilegan tíma.
Með bestu kveðju,
Unnur Pétursdóttir
Formaður FS