Vordagskrá Fræðslunefndar

Í ljósi aðstæðna hefur Fræðslunefnd þurft að fresta flestum námskeiðum sem plönuð voru á þessu starfsári

14.1.2021

Fræðslunefnd stendur fyrir rafrænni fræðslu fyrir félagsmenn fram á sumar
Það hefur ekki farið framhjá neinum að á liðnu ári hafa viðburðum verið frestað eða aflýst, út í samfélaginu en einnig því sem var áætlað fyrir félagsmenn Félags sjúkraþjálfara. 


Til að bregðast við þessu hefur Fræðslunefnd FS nú lagt drög að rafrænni dagskrá fyrir félagsmenn fram á sumar. Áætlað er að í hverjum mánuði verði að minnsta kosti 1 rafrænn fyrirlestur, félagsmönnum FS að kostnaðarlausu. Fyrirlestrarnir verða auglýstir hver í sínu lagi og hlekkir á fyrirlestrana verða settir á atburðaskránna hér á heimasíðu félagsins

Ekki láta þetta fram hjá ykkur fara!