Vordagskrá Fræðslunefndar - að nálgast upptökur af fyrirlestrum

Í gærkvöldi. 21. janúar, var fyrsti fyrirlestur í vordagskrá Fræðslunefndar

22.1.2021

Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur fræddi félagsmenn í fyrsta rafræna fyrirlestri vorannar

Í gærkvöldi var fyrsti rafræni fyrirlestur á vegum fræðslunefndar Félags sjúkraþjálfara.

Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur fræddi félagsmenn um mýtur um næringu og heilsufræði ásamt því að ræða um leiðir til að draga úr bólgum með mataræði.

Fyrirlesturinn var tekinn upp og hefur verið birtur á innri vef félagsins. Til að nálgast upptökuna þarf að skrá sig inn á innri vefinn, velja "Fræðsluefni" og þar má nálgast upptökuna ásamt glærunum. Þessar glærur eru til einkanota en ekki til dreifingar eða fjölföldunar.

Í ljósi þess að þetta er fyrsti rafræni fyrirlesturinn verður hann aðgengilegur á innri vefnum fram á miðvikudaginn 27. janúar næstkomandi. 

Notendanafn á innri vefinn er kennitala ykkar og aðeins virkir félagsmenn í FS eru með virkan aðgang. Ef vandræði skapast við innskráningu má hafa samband við Fjólu á sigl@bhm.is

Uppfært 29. janúar 2021

Um 90 félagsmenn hlýddu á fræðsluna í rauntíma eða horfðu á upptökuna eftir að fyrirlestrinum var lokið.