Vordagskrá Fræðslunefndar - þökkum frábærar viðtökur

Í gær fór fram síðasti rafræni fræðslufyrirlesturinn í Vordagskrá Fræðslunefndar FS

29.4.2021

Í gær fór fram síðasti rafræni fræðslufyrirlestur í Vordagskrá Fræðslunefndar FS

Á vormánuðum stóð Fræðslunefnd Félags sjúkraþjálfara fyrir fyrirlestraröð í Vordagskrá sinni, þar sem ekki hefur verið hægt að halda staðnámskeið vegna faraldurs. Nú er komið að lokum í rafrænu fræðslunni og Fræðslunefnd og Félag sjúkraþjálfara vill þakka félagsfólki kærlega fyrir frábærar viðtökur. 

Félag sjúkraþjálfara vill jafnframt þakka Fræðslunefndinni sérstaklega fyrir framtakið og vonandi getum við nýtt þessa reynslu til framtíðar í skipulagningu fræðslu, endur- og símenntunarviðburða félagsins. 

Upptaka af fyrirlestri gærkvöldsins, sem fjallaði um sjúkraþjálfun og ME-sjúkdóminn, er nú komin á innri vef félagsins og verður aðgengilegur þar í 3 daga, eins og allir fyrri fræðslufyrirlestrar í Vordagskránni.