Vordagskrá Fræðslunefndar var vel tekið

Alls stóð Fræðslunefnd fyrir sjö rafrænum fyrirlestrum, félagsfólki að kostnaðarlausu

21.5.2021

Alls stóð Fræðslunefnd fyrir sjö rafrænum fyrirlestrum, félagsfólki að kostnaðarlausu

Þegar ljóst var að ekki væri hægt að halda staðnámskeið á vormisseri þessa árs ákvað Fræðslunefnd Félags sjúkraþjálfara að standa fyrir og bjóða félagsfólki upp á ókeypis rafræna fræðslufyrirlestra. Þessir rafrænu fyrirlestrar voru vel sóttir og ekki annað að heyra en að mikil ánægja hafi verið með þetta framtak. Allir fyrirlestrarnir voru teknir upp og aðgengilegir í 3-5 daga að fyrirlestri loknum. 

Hér að neðan er yfirlit yfir þau erindi sem haldin voru ásamt loka- áhorfstölum.


1. fyrirlestur - Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur

Fimmtudaginn 21. janúar var fyrsti fræðslufyrirlestur á vegum Fræðslunefndar FS. Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur fræddi félagsfólk um mýtur um næringu og heilsufræði ásamt því að fjalla um leiðir til að draga úr bólgum með mataræði. 

 Um 90 félagar hlýddu á fyrirlesturinn í rauntíma eða á upptöku.

2. fyrirlestur - Margrét Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari og sálmeðferðarfræðingur

Miðvikudaginn 11. febrúar var annar fræðslufyrirlestur á vegum Fræðslunefndar FS. Margrét Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari og sálmeðferðarfræðingur fræddi félagsfólk um áfallamiðaða nálgun í heilbrigðisþjónustu með áherslu á sjúkraþjálfun. 

Um 60 einstaklingar hlýddu á fyrirlesturinn í rauntíma eða á upptöku.

3. fyrirlestur - Steinar Guðmundsson hjartalæknir

Fimmtudaginn 25. febrúar var þriðji fræðslufyrirlestur á vegum Fræðslunefndar FS. Steinar Guðmundsson hjartalæknir fræddi félagsfólk um POTS - Stöðubundið hraðtakts heilkenni (Postural Orthostatic Tachycardia Syndrome).

Um 80 félagar hlýddu á fyrirlesturin í rauntíma eða á upptöku.

4. fyrirlestur - Paul Hodges sjúkraþjálfari

Föstudaginn 5. mars var fjórði fræðslufyrirlestur á vegum Fræðslunefndar FS. Paul Hodegs sjúkraþjálfari sem átti að vera aðalfyrirlesari á Degi sjúkraþjálfunar hélt hádegiserindi fyrir félagsfólk sem bar heitið: Training motor control in low back pain: Which patients, when and how?

Um 230 félagar hlýddu á fyrirlesturin í rauntíma eða á upptöku.

5. fyrirlestur - Greg Lehman sjúkraþjálfari

Miðvikudaginn 10. mars var fimmti fræðslufyrirlestur á vegum Fræðslunefndar FS. Greg Lehman sjúkraþjálfari hélt fyrirlestur sem bar heitið: When Biomechanics Matters.

Um 65 félagar hlýddu á fyrirlesturin í rauntíma eða á upptöku.

6. fyrirlestur - Peter Malliaras sjúkraþjálfari

Fimmtudaginn 15. apríl var sjötti fræðslufyrirlestur á vegum Fræðslunefndar FS. Dr. Peter Malliaras hélt fyrirlestur sem bar heitið: Current concepts in assessment and management of lower limb tendinopathy

Um 100 félagar hlýddu á fyrirlesturinn í rauntíma eða á upptöku.

7. fyrirlestur - Sjúkraþjálfarar og ME-sjúkdómurinn

Fimmtudaginn 29. apríl var sjöundi og síðasti fræðslufyrirlestur á vegum Fræðslunefndar FS. Friðbjörn Sigurðsson læknir og Annemette Svarer sjúkraþjálfari í Headstart klinikken í Kaupmannahöfn fræddu félagsfólk um ME-sjúkdóminn ásamt aðkomu sjúkraþjálfara að meðferð þessa skjólstæðinga.

Um 85 sjúkraþjálfarar hlýddu á fyrirlesturinn í rauntíma eða á upptöku.