WCPT 2017 – pistill

Heimsþing sjúkraþjálfara haldið í Höfðaborg, S-Afríku í byrjun júlí 2017

3.8.2017

Heimsþing sjúkraþjálfara haldið í Höfðaborg, S-Afríku í byrjun júlí 2017

Inngangur
(English below)

Það er margt sem býr í huga manns eftir ferð á heimsþing sjúkraþjálfara í S-Afríku í byrjun júlí. Það voru 10 sjúkraþjálfarar og 5 makar sem lögðust í þessa langferð, en ég hef oft sagt að sérhver sjúkraþjálfari eigi að fara a.m.k. einu sinni á ævinni á heimsþing.

20170702_082548Heimsþingið WCPT 2017 var opnað með trumbuslætti að afrískum sið, en við tók innblásin ræða Emmu Stokes, heimsforseta, þar sem hún brýndi stéttina til góðra verka og lagði áherslu á að við værum betri með samvinnu (We are better together).

Afrískur vinkill var á mörgum viðburðum og fylltist ég aðdáun á þessum kollegum okkur sem margir hverjir eru að reyna að gera allt með engu. Okkur finnst alltaf undirmannað, en hvernig væri að vera eini sjúkraþjálfarinn á svæði með 1 milljón íbúa? En einnig var frábært framboð af algerlega framúrskarandi erindum í margvíslegum geirum sjúkraþjálfunar, þarna voru svokallaðar „networking sessions“ þar sem fólk úr sömu geirum hittist og bar saman bækur sínar á óformlegan hátt og veggspjaldakynningar voru einnig fjölmargar og margar afar áhugaverðar.

 

Framlag Íslands

20170703_135058Framlag íslenskra sjúkraþjálfara til ráðstefnunnar var á margvíslegum nótum. Bergþóra Baldursdóttir og Þorbjörg Sigurðardóttir kynntu rannsóknarniðurstöður sínar, Héðinn Jónsson (fv formaður FÍSÞ og núverandi starfsmaður WCPT í London) var í panelumræðum um markaðssetningu/kynningu á sjúkraþjálfun og sjálf talaði ég á þremur viðburðum, um leiðtoga í sjúkraþjálfun, á kynningu Norrænu félaganna um hreyfingu/þjálfun barna og fór svo fyrir borðumræðum um samfélagsmiðla og hvernig þeir nýtast bæði sjúkraþjálfurum og skjólstæðingum okkar.

Við áttum einnig „laumufarþega“ á þinginu, en Þorvaldur Skúlason, búsettur í Danmörku hélt fyrirlestur og Áslaug Skúladóttir, starfsmaður norska félagsins stóð vaktina býsna lengi í bás norrænu félaganna. 

 

Hvað segja aðrir íslenskir þátttakendur um heimsþingið?

Þorgerður Sigurðardóttir skrifar:

Í fyrsta lagi var frábært að fá að vera jafningi margra sem maður hefur litið upp til og voru að kynna sitt í sömu málstofu. Að fá spurningar og feedback annarra (sem sé að fá athygli á verkin sín) í svipuðum bransa var æðislegt. Úrval fyrirlestra og málefna var mjög uppbyggilegt og gott að fara stundum út fyrir sitt svið og hlusta á "state of the art" fyrirlestra um sjúkraþjálfun.

Að heyra hvernig kollegar í öðrum löndum hafa það, stundum eins og t.d. frá Afríkulöndum fær mann til að vera þakklátan fyrir okkar kerfi og aðgengi.

Að fá að vera partur af samheldnum hópi Íslendinga sem sóttu ráðstefnuna var góð tilfinning og maður fer heim þakklátur fyrir kollegana og vinina sem maður treysti böndin við. Suma þekkti maður fyrir en öðrum var maður að kynnast í fyrsta sinn.

Að taka þátt í "networking" session í sínum bransa var ómetanlegt, þar sem talað var um menntun, aðgengi og vanalega praktík og samstarf milli stétta mismunandi landa. Persónuleg kynni við fólk frá mörgum löndum eiga vonandi eftir að gefa manni mikið í framtíðinni líka.

 

Steinunn S. Ólafardóttir skrifar:

Það var mikil og áhugaverð upplifun að vera meðal 2000 sjúkraþjálfara á ráðstefnu. Ég fékk það sterkt á tilfinninguna að við værum öll að vinna að sama markmiði en hver á sinn hátt. Það sem mér fannst gríðarlega lærdómsríkt var að tala við aðra sjúkraþjálfara víðsvegar að úr heiminum og heyra hvaða faglegu hindranir sjúkraþjálfarar eru að glíma við á hverjum stað. Mér fannst líka ótrúlega magnað að kynnast uppbyggingu á þjónustu sjúkraþjálfunar í samfélaginu (Community based Physiotherapy) í nágrenni Höfðaborgar og sjá hvað við eigum sameiginlegt og hvað er ólíkt. Mér fannst ráðstefnan opna augu mín enn frekar gagnvart því hvað við sem stétt höfum mikil tækifæri í faglegri þróun og starfsþróun, ekki bara á Íslandi heldur á heimsvísu.

 

Félagspólitísk umræða

Eðli málsins samkvæmt sat ég mest viðburði sem tengdust félagspólitískri umræðu. Sumir þeirra voru opnir öllum, en aðrir voru sérstaklega ætlaðir formönnum, stjórnarmönnum og starfsfólki aðildarfélaganna. Umræðuefnin voru á borð við: Alþjóðlegur vinnumarkaður sjúkraþjálfara, Leiðtogar – leiðtogahæfni sjúkraþjálfara, Sérfræðingar í sjúkraþjálfun – sérhæfing – útvíkkun starfssviðs sjúkraþjálfara, Markaðssetning sjúkraþjálf unar, Samfélagsmiðlar og notkun þeirra meðal sjúkraþjálfara, faglega/félagslega o.fl. Auk þess sat ég „mental health network-session“  og fékk þar góðan tíma til að kynna og ræða ráðstefnuna ICPPMH sem haldin verður í Reykjavík í apríl 2018.

Það sem á sér stað utan skipulagðrar dagskrár er ekki síður mikilvægt, en það eru öll þau sambönd sem maður kemur sér upp við kollega og aðra í félagsmálapólitíkinni. „Networking“ er stundað af alefli og er afar gefandi, þarna er maður í félagsskap formanna t.d. ameríska og ástralska félagsins, sem eru margfalt stærri en okkar, en allir á jafningjagrundvelli. Og það sem kom mér afar ánægjulega á óvart var að hitta grænlenskan sjúkraþjálfara í fyrsta sinn. Ótrúlegt að þurfa að fara til S-Afríku til þess!

 

Norræna framlagið

19848880_10213763159661562_618107852_nNorrænu félög sjúkraþjálfara voru með sameiginlegan bás á heimsþinginu og var ákveðið að áherslan að þessu sinni yrði á heilbrigði og hreyfing barna og ungmenna. Hápunktur þessarar samvinnu var þegar norrænu félögin kynntu sameiginlega yfirlýsingu varðandi hreyfingu barna á opnu samræðutorgi ráðstefnunnar (Inbada). Við fengum sviðið í 30 mín, fólk dreif að á meðan umræðum stóð, og svo fór að sú sem átti sviðið á eftir okkur ákvað að gefa eftir sínar 30 mín, því henni fannst ómögulegt að stöðva þessar líflegu umræður sem voru í gangi!

 

Fundir formanns með ýmsum aðilum

Heimsþing sjúkraþjálfara eru ekki bara fagleg veisla. Fundir eru haldnir í öllum hornum. misstórir og misformlegir. Ég fundaði t.a.m. með tveimur aðilum sem bjóða upp á sí- og endurmenntunarprógrömm fyrir sjúkraþjálfara í gegnum netið. Þetta voru annars vegar þeir Jonathan Scheeler og Steve Tepper  frá Rehab Essentials (USA) og hins vegar Rachael Lowe frá 20170704_132724Physiopedia+ (Kanda). Báðir þessir aðilar eru að kynna afar spennandi og gagnlega kúrsa, sem gerð verður grein fyrir fljótlega. Einnig kom að máli við mig stjórnarformaður ástralska félagsins, Charles Flynn, og óskaði eftir að fá að funda með mér til að fá upplýsingar um það hvernig okkur hafi tekist að fá allar þessar sérfræðigreinar viðurkenndar og hvernig þetta virkaði á Íslandi og í Skandinavíu. Það var athyglisverður fundur sem endaði með því að hann sem fuglaáhugamaður vildi fá að vita allt um Mývatn!

 

Sociallinn

20170703_200257WCPT2017 ráðstefnan var kynnt með því að stjórn WCPT ferðaðist með eitt af „Big five“ tuskudýr  með sér hvert sem þau fóru. Mér fannst því tilvalið að færa Inu Diener, formanni S-Afríska félagsins þennan eina „Big white“ úr norðrinu og afhenti henni lítinn ísbjörn á afríska kvöldinu, sem boðið var upp á. Þar hlotnaðist okkur hjónum sá heiður að vera boðið að sitja til borðs með Emmu Stokes, heimsforseta, og það gat náttúrulega ekki verið annað en mjög svo lifandi borð, því Emma er enginn venjulegur orkubolti!

 

Íslenski hópurinn

Íslenski hópurinn hristist fljótt saman og makarnir fimm voru fljótir að finna sér „strákaferðir“ til að fara í á daginn, þegar við sjúkraþjálfararnir þeyttumst um ráðstefnusvæðið á hlaupum eftir næsta viðburði. En á kvöldin var slakað á undir afrískum næturhimni (veturinn þeirra er hlýrri en sumarið okkar) og við nutum afrískrar matarmenningar (sem er ævintýralega góð) og góðra vína úr þrúgum sem ræktaðar eru í nágrenninu.

20170704_194640---MaggaÞórunn Ragnarsdóttir, sjúkraþjálfari á Grensás, fagnaði 60 ára afmæli sínu í ferðinni og var vel skálað af því tilefni, þ.á.m. með Emmu heimsforseta, sem kom ásamt nokkrum öðrum framámönnum sjúkraþjálfunar í íslenska partýið sem við héldum eftir ráðstefnulok.

Öll náðum við að nýta nokkra daga annað hvort fyrir eða eftir ráðstefnu til að skoða okkur um í framandi landi, sem gerir þessa ferð ekki bara faglega ánægjulega, heldur einnig að ógleymanlegu ævintýri. Náttúran, menningin, sagan...alveg magnað.


Unnur P
Form. FS

 

English...based on Google translate...

There are lot of things on ones mind after a trip to WCPT 2017 in S-Africa in early July. There were 10 physiotherapists and 5 spouses who went on this trip, but I have often said that every physiotherapist should go at least once in a life time to a WCPT world congress. The WCPT 2017 World Conference was opened with a drumplay of an African tradition, but we took inspiration from Emma Stokes, WCPT president, as she urged the profession for good works and emphasized that we would be better together.

An African angle was on many lectures and events and I was filled with admiration in African colleagues, as many are trying to do everything with nothing. We always feel short of staff, but what about being the only physiotherapist in an area with 1 million inhabitants? There were also a great supply of absolutely outstanding lectures in a variety of physiotherapy fields, there were so-called "networking sessions" where people from the same sectors met and shared in an informal way, and posters were also numerous and many very interesting.

The Icelandic contribution

The contribution of  Icelandic physiotherapists to the conference was various. Bergþóra Baldursdóttir and Þorbjörg Sigurðardóttir presented their research findings, Héðinn Jónsson (former president of FÍSÞ and current WCPT employee in London) was in the panel discussion on advocacy and I spoke on three events, on leadership in physiotherapy, on the introduction of the Nordic Statement of physiotherapy and well-beeing of children, then discussing social media and how to use it within physiotherapy and for our clients.

We also had "foreign" Icelanders at the congress, Dr. Þorvaldur Skúlason, resident in Denmark, held a lecture and Áslaug Skúladóttir, a Norwegian employee's staff, stayed for a long time in the booth of the Nordic Associations.

What do other delegates say?

Þorgerður Sigurðardóttir writes:

First, it was great to be a peer to many of the people you've been looking up to and were presenting in the same seminar. Receiving questions and feedback from others (that is getting attention to your work) in a similar business was awesome. The choice of lectures and issues was very constructive and good, but also good at times to go beyond your range and listen to the state of the art lectures on physiotherapy. To hear about the working conditions from colleagues in other countries, for example from African countries, gets a person to be grateful for our system and accessibility.

Being part of a group of Icelanders attending the conference was a good feeling and you are thankful to colleagues and friends you trusted. Some I knew before, but others I was meeting for the first time. Participating in a "networking" session was priceless, talking about education, accessibility, and every day practice and cooperation between different countries. Personally acquainted with people from many countries hope to give a great deal to you in the future too.

Steinunn A. Ólafardóttir writes:

It was a great and interesting experience to be among the 2000 physiotherapists at a conference. I felt strongly that we were all working towards the same goal, but in their own way. What I found hugely instructive was to talk to other physiotherapists from around the world and hear what professional obstacles physiotherapists are facing at each place.

I also felt incredibly amazing to get acquainted with community based physiotherapy in the vicinity of Cape Town and see what we have in common and what is different. I found the conference to open my eyes even more to what we as a profession have great opportunities in professional development, not only in Iceland but globally.

Professional politics

Naturally, the event I attended were mostly about the professional politics. Some of them were open to all, but others were specifically intended for presidents, board members and staff members. The topics were: International Labor Market, Leadership in Physiotherapy, Specialization – Advanced Physiotherapy - Extended scope of Practice, Advocacy, Social Media and their use among physiotherapists, Professional / Social, etc. In addition, I attended a mental health network session, and had the opportunity to present and discuss the ICPPMH conference, which will be held in Reykjavik in April 2018. https://icelandtravel.artegis.com/event/ICPPMH-Conference2018

What's happens outside of organized programs is no less important, but it's all the relationships you get with colleagues and others in the professions politics. Networking plays a big role and is very rewarding. There one is in the company of others in similar positions, such as the presidents of the American and Australian associations, which are many times bigger than us, but all on a peer basis. And what a pleasant surprise it was to meet a physiotherapist from Greenland for the first time. Amazing to have to go to S-Africa for that!

Nordic contribution

The Nordic Association of Physiotherapists had a joint booth at the World Congress, and it was decided that this time the focus would be on the health and movement of children and young people. The highlight of this co-operation was when the Nordic countries introduced a joint Nordic Statement of physiotherapy and well-beeing of children at the open conference center (Indaba). We got the stage for 30 minutes, people gathered during the discussion, and then the one who was to follow us decided to give up her 30 minutes, because she found it impossible to stop these lively discussions that were going on!

Meetings with various parties

WCPT is not just a professional party. Meetings are held in all corners, different in size and formality. I had meetings with two partners offering online programs for physiotherapists over the internet. These were Jonathan Scheeler and Steve Tepper from Rehab Essentials (USA) and Rachael Lowe from Physiopedia + (Kanda). Both of these parties are introducing an extremely exciting and useful courses, which will soon be introduced.

Chair of the Australian association, Charles Flynn, requested an informal meeting and wanted information on how we managed to get all these specialist acknowledged with health authorities and how it worked in Iceland and in Scandinavia. That was an interesting meeting that ended with the fact that he as a bird enthusiast wanted to know everything about Lake Myvatn!

Social Program

The WCPT2017 conference was promoted by the WCPT Board traveling with one of the "Big Five" tusk animals wherever they went. I found it ideal to bring Ina Diener, president of the S-African company, the one "Big White" from the north, and delivered her a little polar bear on the African evening. That night, my husband and I got the honor of being invited to sit at table with Emma Stokes, WCPT president, and naturally it could not be anything but a very lively table, because Emma is no ordinary energy ball!

The Icelandic group

The Icelandic group mingled instantly and the five spouses were quick to find "boys trips" to go on during the day when the physiotherapists ran around the conference area after the next event. But in the evening, the group relaxed under the African night sky (their winter is warmer than our summer) and we enjoyed African food (adventurously good) and good wine from grapes grown nearby.

Þórunn Ragnarsdóttir, physiotherapist at Grensás, celebrated her 60th anniversary at the conference and was well cheered for that occasion, including Emma Stokes WCPT President, who came along with several other foreign physiotherapists to the Icelandic party we held after the conference closure.

 

All of us managed to spend a couple of days either before or after the conference to explore this foreign country, making this trip not only a professional inspiration, but also an unforgettable adventure. The nature, the culture, the history ... quite amazing.

Pictures at https://www.facebook.com/felag.sjukrathjalfara/

Unnur Pétursdóttir
President of the Icelandic Physiotherapy Association
@UnnurPeters