Dagur sjúkraþjálfunar 2017 er haldinn þann 17. febrúar á Hilton Hótel Nordica

Fjölbreytt dagskrá – fróðleikur – samvera – kynning á vörum tengdum sjúkraþjálfun

14.2.2017

Fjölbreytt dagskrá – fróðleikur – samvera – kynning á vörum tengdum sjúkraþjálfun

Dagur sjúkraþjálfunar  verður haldinn föstudaginn 17. febrúar 2017 á Hótel Nordica. Aðalfyrirlesari  dagsins verður James Moore, sem var aðal-sjúkraþjálfari Breta á Ólympíuleikunum í Ríó síðastliðið sumar. Hann mun halda fyrirlestur um fræðilegt efni en einnig fjalla um starf sitt í Ríó. Sjá:http://www.chhp.com/our-founders/james-moore

IMG_4249Mynd: Frá Degi sjúkraþjálfunar árið 2016

Í framhaldi verður Moore með tveggja daga námskeið, sem auglýst er í viðburðaskrá.

Dagskráin samanstendur að öðru leyti af fjölmörgum áhugaverðum erindum auk þess sem okkar helstu birgjar kynna vörur sína og þjónustu.

Síðast en ekki síst – maður er manns gaman og það er alltaf gama að hitta kollegana!

Dagskra-17-februar-2017 


Emma-StokesSkráning á Dag sjúkraþjálfunar er í viðburðarskráningardálki hér á heimasíðunni.

Mynd t.h: Dr Emma Stokes, forseti heimssambands sjúkraþjálfara (WCPT) hélt erindi á Degi sjúkraþjálfunar árið 2015.


Við vonumst til að sjá sem allra flesta sjúkraþjálfara á Deginum.


Framkvæmdanefnd um Dag sjúkraþjálfunar 2017

Margrét Sigurðardóttir   margret.sigurdardottir@hrafnista.is
Helga Ágústsdóttir   heilsujoga@gmail.com
Magnús Hilmarsson   magnushilmars@gmail.com
Andri Helgason andri@gaski.is
Steinunn S. Ólafardóttir steinunnskr@gmail.com