Dagur sjúkraþjálfunar 2021 - uppfært

Tekin hefur verið sú ákvörðun að aflýsa allri dagskrá

11.2.2021

Tekin hefur verið sú ákvörðun að aflýsa allri dagskrá

Stjórn Félags sjúkraþjálfara og Framkvæmdanefnd um dag sjúkraþjálfunar 2021 hefur tekið þá ákvörðun að aflýsa Degi sjúkraþjálfunar 2021 og áður fyrirhugaðri netdagskrá. 

Ljóst er að þegar við getum hist aftur í raunheimum munum við fagna saman, hlýða á fagleg erindi og njóta félagsskapar hvers annars þeim mun betur. 

Við viljum þó benda félagsmönnum öllum á þá fræðsludagskrá sem Fræðslunefnd FS hefur sett saman fyrir vorið, en sú dagskrá er félagsmönnum að kostnaðarlausu.  
Sjá nánar í þessari frétt

Því til viðbótar er vert að benda á heimsþing sjúkraþjálfara sem verður haldið rafrænt í ár og er stútfullt af áhugaverðum fyrirlestrum, málstofum og vinnustofum. 
Sjá nánar hér

Það ætti því enginn sjúkraþjálfari að vera svikinn um endurmenntunartækifæri á þessu vori, ekki frekar en önnur ár.