Dagur sjúkraþjálfunar 2023 í Smárabíói- ákall eftir ágripum, fræðsluerindum og veggspjöldum

Ráðstefnan verður haldin í Smárabíó þann 10. mars 2023

5.10.2022

Dagur sjúkraþjálfunar verður haldin 10. mars 2023 í Smárabíói og ekki seinna vænna en að taka daginn frá, skutla í dagbækur og rauðmerkja í Gagna.

Nú köllum við nú eftir ágripum, fræðsluerindum og veggspjöldum frá ykkur. Í fyrsta kasti þurfa ágrip ekki að vera fullmótuð en langt komin. Við viljum einnig fá ykkar hugmyndir, hvað viljið þið sjá á deginum? Hvað getið þið lagt til?

Skilafrestur ágripa, fræðsluerinda og veggspjalda rennur út 30. Október og við hvetjum ykkur eindregið til að senda ykkar hugmyndir inn á dagursjukra@gmail.com og afrit á fridabp@bhm.is

Leiðbeiningar um uppsetningu ágripa má nálgast hér

Framkvæmdanefnd um Dag sjúkraþjálfunar 2023