Fjarþjónusta sjúkraþjálfara hefur verið samþykkt hjá Sjúkratryggingum Íslands

Þessi valkostur mun nýtast mörgum skjólstæðingum sjúkraþjálfara á Íslandi

2.4.2020

Sjúkratryggingar Íslands sendu frá sér í gær gjaldskrá fyrir fjarmeðferð sjúkraþjálfara

Sjúkratryggingar Íslands hafa samþykkt fjarmeðferð sjúkraþjálfara og gefið út sérstaka gjaldskrá fyrir þá þjónustu. 

Það er ánægjuefni að SÍ sjái hag allra landsmanna í þessari viðbót við þjónustu sjúkraþjálfara, einkum og sér í lagi á þessum tímum.

Við vekjum athygli okkar félagsmanna á því að gjaldaliður vegna hefðbundinna símtala krefjast ekki leyfis fyrir fjarþjónustu frá Landlækni og því eru fjölmargir félagsmenn okkar sem geta nýtt sér þennan kost strax. Til þess að nota gjaldalið vegna myndviðtala þarf hinsvegar þetta leyfi og þeir sjúkraþjálfarar sem hyggjast nýta sér þennan möguleika þurfa að vera með tilskilin leyfi. 

Við hvetjum jafnframt sjúkraþjálfara sem stefna á að nýta sér þessa valkosti að kynna sér efni gjaldskránnar mjög vel ásamt þeim viðmiðum og kröfum sem fylgja. 

Gjaldskrá SÍ fyrir fjarþjónustu sjúkraþjálfara